Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 23:00 Donald Trump í Pentagon í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður. Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður.
Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15