Eina leiðin Hörður Ægisson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun