Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 10:36 Lögregla ætlar að funda með skólayfirvöldum í Kópavogi eftir helgi. FBL/Heiða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“ Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“
Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15