Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 16:04 Forsetinn fyrrverandi færir hér fjársveltum öryggisvörðum flatbökur. George Bush/Instagram George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45