Þingmaður, og svarið er … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
I Öll þau sem ég hitti á förnum vegi fyrstu mánuðina eftir að ég var kosinn á þing söngluðu við mig glottandi: „Þingmaður, og svarið er …“ Öll: meira að segja kóngurinn sjálfur. Ég varð alltaf hálfkindarlegur – vissi ekki hverju ég átti að svara: já já eða nei nei – eða bara: tja, hvað finnst þér? Veit það varla enn.II Ríkistjórnin samþykkti valdar breytingartillögur Samfylkingarinnar við fjárlög og síðar fjáraukalög. En hún gerði það með sínum hætti. Hún lét lið sitt fella tillögurnar í þingsal með tali um yfirborðsmennsku og næg framlög en svo tók ráðherra þessar tillögur og gerði að sínum, rétt fyrir jól. Hér var um að ræða aukin fjárframlög til heilbrigðisstofnana víða um land og það var heilbrigðisráðherra sem þarna notaði ríkissjóð eins og sérstakan kreditkortareikning sinn. Það hefði verið óhugsandi að samþykkja breytingartillögur Samfylkingar við fjárlög, hversu réttmætar sem þær kynnu að vera. Samfylkingin er nefnilega í stjórnarandstöðu. Og samþykki maður breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokki sýnir það veikleika. Og það er sjálf dauðasyndin hér í pólitíkinni og alveg andstætt þeirri meginreglu íslenskra stjórnmála að sigurvegarinn eignist allt og ráði öllu. Og sigurvegarinn er sá sem kemst í ríkisstjórn hverju sinni – ekki endilega sá sem fær eindregnast umboð frá kjósendum. Þingmaður og svarið er: The Winner takes it all.III Á minni stuttu þingmannstíð hefur stjórnarandstaða þrívegis náð að fá ríkisstjórnina ofan af fyrirætlunum sínum. Fyrst því áformi að láta efniskostnað af iðnnámi lenda á nemendum; síðan að knýja fram veiðigjaldalækkun og loks nú fyrir jól, að koma á veggjöldum. Aðferðin við að fá ríkisstjórn ofan af vitleysunni hefur alltaf verið sú sama: ekki að telja henni hughvarf með góðum rökum heldur hinu að segja sem fæst í sem flestum orðum; draga umræður á langinn, tefja þingstörfin með umræðum um hvaðeina annað sem er á dagskrá – og jafnvel ekki á dagskrá. Það kom vel á vondan fyrir mig að taka þátt í slíku því að einu sinni skrifaði ég grein hér í blaðið um málþóf sem ég sagði vera „sjálfsofnæmi þingræðisins“. Nú hef ég komist að því að þetta er eina leiðin sem stjórnarandstaðan hefur til að ríkisstjórnarmeirihlutinn hverju sinni virði sjónarmið hennar. Maður þarf hreinlega að taka ræðustól Alþingis í gíslingu. Þingmaður, og svarið er: málþóf.IV Ríkisstjórninni tókst um síðir og með harðfylgi að hafa sitt fram og lækka gjöld útgerðarinnar til þjóðarinnar fyrir afnot af þeirri miklu auðlind sem hér syndir kringum landið. Ekki fór á milli mála þunginn í tali ráðherranna og mikilvægi málsins þegar það var til umræðu á þingi. Það snerist um grundvallaratriði. Þingmenn eru trúnaðarmenn fólksins og sækja umboð sitt til kjósenda sinna og kjósendahópa og hér taldi þríforkurinn sem myndar ríkisstjórnina sig greinilega vera að þjóna sínum mikilvægasta kjósendahópi: útgerðarfyrirtækjunum. Það var verið að styrkja rekstrargrundvöll þeirra fyrirækja sem starfa í sjávarútvegi, burtséð frá stöðu þeirra að öðru leyti og burtséð frá því grundvallaratriði, sem stjórnarandstaðan aðhyllist, að fá sem mest verðmæti út úr auðlindinni, þjóðinni allri til hagsbóta. Ríkisstjórnin var í þessu máli, að standa vörð um ríkjandi kerfi, rétt eins og hún gerir í landbúnaði og ferðaþjónustu og stóriðju. Þingmaður og svarið er: hagsmunir.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun