„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 19:24 Atriðið hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/RÚV - Fréttablaðið/Stefán Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35