Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:00 Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45
Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08