Vaðlaheiðargöngin ekki opnuð 1. desember eins og stefnt var að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 13:15 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig. Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ekki mun takast að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir umferð þann 1. desember eins og vonir stóðu til. „Það er mjög óraunhæft að það náist,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðagarganga í samtali við Vísi um hvort verklok náist 1. desember. Hann vill ekki segja til um það hvenær göngin verði opnuð en vonar þó að það verði fljótlega. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í september var hins vegar tilkynnt að ef allt myndi ganga að óskum yrðu göngin afhent 30. nóvember og tekin í notkun degi síðar, á fullveldisdaginn 1. desember. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að malbika göngin sjálf og inn í göngin á eftir að leggja um 3,5 kílómetra af yfirlagi. „Eins og staðan er núna þá er malbiksáætlunin um tuttugu daga á eftir áætlun,“ segir Valgeir en klára þarf malbiksvinnunna svo hægt sé að ljúka við að setja upp ljós, rafmagnskapla og annan frágang í göngunum. Þá á einnig eftir að ljúka frágangi á vegtengingum við þjóðveg 1 í Fnjóskadal og í Vaðlaheiði en þar hefur veðrið sett strik í reikninginn. Fnjóskadalsmegin á til dæmis eftir að leggja slitlag á veginn en það hefur beðið í nokkrar vikur þar sem of kalt hefur verið til þess að leggja slitlagið. „Það mátti svo sem alveg búast við þessu þegar maður kominn fram í desember,“ segir Valgeir en unnið er allan sólarhringinn að því að klára allt sem þarf að klára. Þá segir Valgeir að malbiksvinnu muni ljúka fljótlega og þegar henni sé lokið er ekki útilokað að vinna við frágang muni ganga hratt fyrir sig.
Samgöngur Tengdar fréttir Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00