Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Farþegalesin var illa farin eftir slysið sem kostaði sex farþega lífið. Vísir/EPA Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47