Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Farþegalesin var illa farin eftir slysið sem kostaði sex farþega lífið. Vísir/EPA Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47