864 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 13:36 Flestir þeirra sem sagt var upp í hópuppsögn á síðasta ári höfðu starfað við flutninga. Vísir/Vilhelm Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22