Leyfum klukkunni að segja satt Þórlindur Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 07:15 Eins og allir vita þá hafa Íslendingar lögbundið gang klukkunnar þannig að hádegi á því svæði þar sem meira en 80% landsmanna búa, er ekki klukkan tólf á hádegi, heldur í kringum hálf tvö síðdegis. Eins og alkunna er þá er þetta vegna þess að Alþingi ákvað árið 1968 að festa íslenskan klukkugang við það sem áður var kallaður íslenskur sumartími og tekur mið af því hvenær sólin er hæst á lofti yfir Greenwich í höfuðborg Bretlands—en hefur bara óbeint með það að gera hvenær hún er á hápunkti yfir höfuðborg Íslands. Þetta tengdist þeirri jákvæðu breytingu að hringli með klukkuna var hætt og sami tími festur allt árið um kring. En þetta þýðir auðvitað að nú eftir jólafrí, þegar allir hafa snúið sólarhringnum í átt til náttúrulegrar tilhneigingar—þá eru börn og fullorðnir rifnir upp af sínum lífsnauðsynlega og endurnærandi svefni í kolniðamyrkri; þurfa að fara á fætur þegar íslenska klukkan segir 7:00 þótt það þýði í raun 5:30 ef líkaminn sjálfur væri spurður.Kvöldsprækir og kvöldþreyttir Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan hætt var að miða íslenska klukku við gang sólarinnar dúkkar öðru hverju upp umræða um hvort sú ákvörðun hafi verið heppileg. Um þetta hefur verið rifist á þingi þar sem ýmsar skoðanir hafa verið reifaðar, þvert á alla flokka—nema þá ef vera skyldi að flokkslínurnar hafi verið milli þeirra sem eru kvöldsprækir og hinna sem eru kvöldþreyttir. Hinir kvöldþreyttu hafa haft vinninginn hingað til og gjarnan náð að snúa umræðunni í þann fáránlega farveg að þeir sem vilji að klukkan sé stillt eftir gangi sólar séu bara svo latir að fara á fætur á morgnana og vilji sofa lengur. Svo segja þeir reyndar stundum að það sé nú ekkert sem banni mönnum að sofa lengur á morgnana ef þeir þurfi, þótt það sé auðvitað algjör þvæla og gildi bara um alþingismenn en ekki skólabörn og annað vinnandi fólk.Snýst hún samt? Einar Oddur Kristjánsson var einn af þeim mönnum sem áttuðu sig á því að pólitísk slagsmál við himintunglin væru líkleg til þess að tapast. Þegar lögð var fram tillaga á þingi árið 2000 um að skekkja enn frekar klukkuna á Íslandi, með því að taka upp sumartíma ofan á sumartíma, þá sagði Einar Oddur í svari til flokksbróður síns Vilhjálms Einarssonar: „Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina verið með efasemdir um að alvara væri á bak við þennan málflutning en nú kemur háttvirtur þingmaður og fullyrðir að hann segi þetta allt í alvöru og ég hlýt að taka því þannig. En ég vildi spyrja hann hvort það séu einhverjar efasemdir í heiminum um það að klukkan fari eftir lengdarbaugum. Jörðin er örugglega hnöttótt og hún snýst. Eru nokkrar deilur um þetta svona almennt í heiminum? Er ekki nokkurn veginn um þetta sátt? Menn hafa gengið út frá þessari sólarklukku svo lengi sem við vitum.“ Og bætti við: „…en við erum að færa klukkuna í öfuga átt ef við ætlum að hafa rétta sólklukku, við mundum færa hana aftur á bak en ekki áfram.“Afdráttarlaus niðurstaða Þótt það hafi ekki verið ný vísindi árið 2000 að jörðin snúist og að sólin læðist yfir jörðina frá austri til vesturs þannig að sums staðar er bjart á meðan annars staðar er dimmt þá hefur ýmislegt nýtt komið í ljós sem styrkir mjög rökin fyrir því að lagfæra klukkuskekkjuna íslensku. Mikið væri nú gaman ef stjórnvöld hefðu á einhverjum tímapunkti kannað þetta nánar. Og viti menn. Það hafa þau einmitt gert. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði í nóvember 2017 starfshóp sérfræðinga til þess að „kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar“. Í hópnum var meðal annars lektor í læknisfræði og sérfræðingar í svefnheilsu. Niðurstaða hópsins, sem var birt í janúar á síðasta ári, var hnitmiðuð og afdráttarlaus: „Við mælum með því að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund og fest þar allt árið um kring,“ voru niðurstöðuorð hópsins. Helstu rökin eru meðal annars þau að í ljós hafi komið að Íslendingar sofi skemur en aðrar þjóðir, einkum unglingar. Þetta er að hluta til einmitt vegna þess hversu vitlaust klukkan er stillt miðað við gang sólarinnar. Og hvaða máli skiptir það þótt fólk sofi of lítið? Jú, það eykur líkur á offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi og ýmsum geðrænum vandamálum—auk þess sem það hefur neikvæð áhrif á námsárangur og einbeitingu. Semsagt, það er slæmt.GMT-2 Sérfræðingarnir benda á að morgunbirtan sé ákaflega mikilvæg til þess að stilla af líkamsstarfsemi okkar—og að þetta sé mikilvægara að vetri hér á landi en víðast annars staðar. Áhrifin af klukkuruglinu eru því mögnuð upp: „Vegna legu landsins á norðurhveli jarðar verða óheppilegar afleiðingar þessa misræmis mun meira áberandi að vetrarlagi en á sumrin,“ segja höfundarnir. Þess vegna mætti alveg eins færa rök fyrir því að færa klukkuna aftur um tvo klukkutíma eins og einn. Það er jafnmikil skekkja að hafa hádegi klukkan 12.30 og að hafa það klukkan 11.30. Munurinn væri hins vegar sá að í dag, 4. janúar, væri farið að birta í Reykjavík upp úr klukkan átta að morgni, allar frímínútur barnanna væru í birtu—og þeir sem ætla að horfa á leik Toronto Raptors og San Antonio Spurs í NBA-deildinni gætu byrjað að horfa klukkan 23 í kvöld, en ekki klukkan eitt í nótt. Forsætisráðherra hefur nú mál þetta, og afdráttarlausa niðurstöðu sérfræðinganna, á sínu borði. Öll lýðheilsurök benda í sömu átt—er eftir einhverju að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hafa Íslendingar lögbundið gang klukkunnar þannig að hádegi á því svæði þar sem meira en 80% landsmanna búa, er ekki klukkan tólf á hádegi, heldur í kringum hálf tvö síðdegis. Eins og alkunna er þá er þetta vegna þess að Alþingi ákvað árið 1968 að festa íslenskan klukkugang við það sem áður var kallaður íslenskur sumartími og tekur mið af því hvenær sólin er hæst á lofti yfir Greenwich í höfuðborg Bretlands—en hefur bara óbeint með það að gera hvenær hún er á hápunkti yfir höfuðborg Íslands. Þetta tengdist þeirri jákvæðu breytingu að hringli með klukkuna var hætt og sami tími festur allt árið um kring. En þetta þýðir auðvitað að nú eftir jólafrí, þegar allir hafa snúið sólarhringnum í átt til náttúrulegrar tilhneigingar—þá eru börn og fullorðnir rifnir upp af sínum lífsnauðsynlega og endurnærandi svefni í kolniðamyrkri; þurfa að fara á fætur þegar íslenska klukkan segir 7:00 þótt það þýði í raun 5:30 ef líkaminn sjálfur væri spurður.Kvöldsprækir og kvöldþreyttir Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan hætt var að miða íslenska klukku við gang sólarinnar dúkkar öðru hverju upp umræða um hvort sú ákvörðun hafi verið heppileg. Um þetta hefur verið rifist á þingi þar sem ýmsar skoðanir hafa verið reifaðar, þvert á alla flokka—nema þá ef vera skyldi að flokkslínurnar hafi verið milli þeirra sem eru kvöldsprækir og hinna sem eru kvöldþreyttir. Hinir kvöldþreyttu hafa haft vinninginn hingað til og gjarnan náð að snúa umræðunni í þann fáránlega farveg að þeir sem vilji að klukkan sé stillt eftir gangi sólar séu bara svo latir að fara á fætur á morgnana og vilji sofa lengur. Svo segja þeir reyndar stundum að það sé nú ekkert sem banni mönnum að sofa lengur á morgnana ef þeir þurfi, þótt það sé auðvitað algjör þvæla og gildi bara um alþingismenn en ekki skólabörn og annað vinnandi fólk.Snýst hún samt? Einar Oddur Kristjánsson var einn af þeim mönnum sem áttuðu sig á því að pólitísk slagsmál við himintunglin væru líkleg til þess að tapast. Þegar lögð var fram tillaga á þingi árið 2000 um að skekkja enn frekar klukkuna á Íslandi, með því að taka upp sumartíma ofan á sumartíma, þá sagði Einar Oddur í svari til flokksbróður síns Vilhjálms Einarssonar: „Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina verið með efasemdir um að alvara væri á bak við þennan málflutning en nú kemur háttvirtur þingmaður og fullyrðir að hann segi þetta allt í alvöru og ég hlýt að taka því þannig. En ég vildi spyrja hann hvort það séu einhverjar efasemdir í heiminum um það að klukkan fari eftir lengdarbaugum. Jörðin er örugglega hnöttótt og hún snýst. Eru nokkrar deilur um þetta svona almennt í heiminum? Er ekki nokkurn veginn um þetta sátt? Menn hafa gengið út frá þessari sólarklukku svo lengi sem við vitum.“ Og bætti við: „…en við erum að færa klukkuna í öfuga átt ef við ætlum að hafa rétta sólklukku, við mundum færa hana aftur á bak en ekki áfram.“Afdráttarlaus niðurstaða Þótt það hafi ekki verið ný vísindi árið 2000 að jörðin snúist og að sólin læðist yfir jörðina frá austri til vesturs þannig að sums staðar er bjart á meðan annars staðar er dimmt þá hefur ýmislegt nýtt komið í ljós sem styrkir mjög rökin fyrir því að lagfæra klukkuskekkjuna íslensku. Mikið væri nú gaman ef stjórnvöld hefðu á einhverjum tímapunkti kannað þetta nánar. Og viti menn. Það hafa þau einmitt gert. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði í nóvember 2017 starfshóp sérfræðinga til þess að „kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar“. Í hópnum var meðal annars lektor í læknisfræði og sérfræðingar í svefnheilsu. Niðurstaða hópsins, sem var birt í janúar á síðasta ári, var hnitmiðuð og afdráttarlaus: „Við mælum með því að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund og fest þar allt árið um kring,“ voru niðurstöðuorð hópsins. Helstu rökin eru meðal annars þau að í ljós hafi komið að Íslendingar sofi skemur en aðrar þjóðir, einkum unglingar. Þetta er að hluta til einmitt vegna þess hversu vitlaust klukkan er stillt miðað við gang sólarinnar. Og hvaða máli skiptir það þótt fólk sofi of lítið? Jú, það eykur líkur á offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi og ýmsum geðrænum vandamálum—auk þess sem það hefur neikvæð áhrif á námsárangur og einbeitingu. Semsagt, það er slæmt.GMT-2 Sérfræðingarnir benda á að morgunbirtan sé ákaflega mikilvæg til þess að stilla af líkamsstarfsemi okkar—og að þetta sé mikilvægara að vetri hér á landi en víðast annars staðar. Áhrifin af klukkuruglinu eru því mögnuð upp: „Vegna legu landsins á norðurhveli jarðar verða óheppilegar afleiðingar þessa misræmis mun meira áberandi að vetrarlagi en á sumrin,“ segja höfundarnir. Þess vegna mætti alveg eins færa rök fyrir því að færa klukkuna aftur um tvo klukkutíma eins og einn. Það er jafnmikil skekkja að hafa hádegi klukkan 12.30 og að hafa það klukkan 11.30. Munurinn væri hins vegar sá að í dag, 4. janúar, væri farið að birta í Reykjavík upp úr klukkan átta að morgni, allar frímínútur barnanna væru í birtu—og þeir sem ætla að horfa á leik Toronto Raptors og San Antonio Spurs í NBA-deildinni gætu byrjað að horfa klukkan 23 í kvöld, en ekki klukkan eitt í nótt. Forsætisráðherra hefur nú mál þetta, og afdráttarlausa niðurstöðu sérfræðinganna, á sínu borði. Öll lýðheilsurök benda í sömu átt—er eftir einhverju að bíða?
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun