Dularfulla legsteinahvarfið enn óupplýst Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:12 Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn. Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli. Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli.
Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30