Ísland leikur stórt hlutverk Benedikt Bóas skrifar 5. janúar 2019 09:00 Glæsilegir á Skólavörðustíg. J.D. George og Dean DeBlois. Mynd/Instagram Að heyra Hollywood-stjörnur segjast elska land og þjóð er frekar þreyttur frasi enda segja þær hann yfirleitt án sannfæringar. Dean DeBlois er öðruvísi. Hann virkilega elskar land og þjóð. DeBlois er leikstjóri How to Train Your Dragon en fyrsta teiknimyndin sem hann leikstýrði var Lilo & Stitch en fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaunatilnefningu. Hann hefur komið til Íslands á gamlársdag í áratug. Hann bað unnusta síns hér á landi og hefur prófað að koma hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Að hitta stórlax frá Hollywood er alltaf svolítið skemmtilegt en að hitta DeBlois er upplifun. Hann mætti til viðtalsins með grænan 10-11 poka því eftir viðtalið var hann að fara í sund.Góðvinirnir Gerald Butler og Dean DeBlois voru hér á landi um jól og áramótin. Butler naut lífsins á Íslandi.Kom fyrst fyrir 10 árum „Ég hef alltaf verið áhugasamur um tónlistina sem kemur héðan. Ég dregst líka að fjarlægum stöðum. Draumaáfangastaðirnir eru ekki alveg eins og hjá flestum sem eru í kringum mig. Ég fór til Svalbarða fyrir nokkrum árum og var þar í viku. Ég væri til í að fara til Grænlands og norðurheimskautsins. En ég hafði heyrt mikið talað um Ísland, alveg frá því að Sykurmolarnir voru og hétu. Reykjavík var sögð full af lífi, tónlist og partíum. Fyrir tíu árum kom ég hingað til að gera mynd með Jónsa, Go. Hugmyndin var að taka hana upp á gamlársdag og inn í nýja árið meðan hann spilaði sitt. Þegar ég var að taka upp var erfitt að einbeita sér vegna flugeldanna. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð og mig langaði að koma til að vera hluti af þessu. Síðan hef ég komið á hverju ári, gisti alltaf á sama hóteli, í sama herbergi og nýt lífsins. Þetta er eiginlega okkar eigið heimili hér á Íslandi.“ Deblois segir að myrkrið skipti hann engu. Endalausar nætur um sumarið séu einnig ákaflega sérstakar og þessar andstæður séu einmitt hluti af því hvers vegna hann kann svo vel við að vera hér. „Það er ótrúlegt að koma út af skemmtistað um miðja nótt og það er bjart úti. Það fokkar verulega í hausnum á manni. Trúlofun við norðurljós Ég elska andstæðurnar að vera í heitum potti og í brjáluðum byl. Það er líka allt svo brjálað hérna. Landið er svo villt. Það vekur mann hreinlega upp.“ Trúlega þekkir hann ekki mikið til skammdegisþunglyndis. Eiginmaður DeBlois, J.D. George, hugsar einnig með hlýju til lands og þjóðar en parið trúlofaði sig eitt vetrarkvöld undir dansandi norðurljósum. „Það er gamall viti á Reykjanesi þar sem við vorum efst uppi og ég var með hringinn í vasanum þegar norðurljósin fóru að dansa og héldu þvílíka sýningu. Ég var búinn að ákveða að ef þau birtust þá myndi ég biðja um hönd hans. Aðdráttaraflið sem Ísland spilar í okkar lífi er þannig nokkuð sterkt. Hér er svo mikið af fólki með hæfileika og margir með sterkar skoðanir. Það er enginn að reyna að vera neinn annar. Það finnst mér frábært. Íslendingar eru töluvert frábrugðnir fólki í kvikmyndabransanum.“DeBlois hélt einkasýningu á nýjustu mynd sinni í How to Train Your Dragon-seríunni. Frá vinstri: Ólafur Darri, Gerald Butler, DeBlois og Jónsi úr Sigurrós.Klukkan sló gleði Ólafur Darri talar inn fyrir einn karakterinn sem kallast Ragnar the Rock. Ólafur talar einmitt inn á íslensku myndirnar en leikur nú í þeirri þriðju. „Ég sá Djúpið og var hrifinn af honum. Röddin og nærvera hans á skjánum var frábær. Við vorum með nokkra nýja karaktera og meðal annars einn sem er stór og mikill sem ég sá fyrir mér vera með þykka og góða rödd. Hann var sem betur fer laus en við hittumst ekki fyrr en núna um jólin. Ég leiðbeindi honum í gegnum Skype og hann virtist skemmta sér vel þegar við töluðum saman. Við hittumst hér þegar það var örlítil frumsýning fyrir íslenska vini mína.“ Með DeBlois á þeirri frumsýningu var Gerald Butler en þeir eru góðir vinir og hafa verið lengi. Butler eyddi áramótunum hér og var algerlega í skýjunum með að standa á Skólavörðuholti þegar nýtt ár gekk í garð. Þá sló klukkan svo sannarlega gleði. „Ég sagði honum einhvern tímann fyrir löngu að hann yrði að prófa að vera hérna. Hann sagðist ætla að koma, svona eins og fólk segir yfirleitt en síðan verður ekkert úr því. En hann sendi mér skilaboð á jóladag og sagðist vera á leiðinni. Hann var í Glasgow hjá mömmu sinni og kom yfir. Hann náði sýningunni og síðan skutum við upp á Skólavörðuholtinu. Við fórum til Jónsa og fjölskyldu hans fyrr um kvöldið og gengum svo upp að Hallgrímskirkju. Hann keypti eitthvað sem líktist bjarnarfeldi og var með það eins og skikkju og öskraði og lét öllum illum látum og skemmti sér ótrúlega vel. Trúlega var þetta samt bara teppi,“ segir hann og hlær.Deblois fór af landi brott í gær en býst við að snúa aftur í sumar. Vill ekki vera of lengi frá Íslandi. Fréttablaðið/EyþórAð fá fólk til að gráta How to Train Your Dragon hafa verið gríðarlega vinsælar teiknimyndir frá því að hin fyrsta kom út árið 2010 en þriðja og síðasta myndin, The Hidden World, kemur í kvikmyndahús í febrúar. „Upphafið var í raun björgunaraðgerð því það var lítill tími til stefnu. Myndin átti að koma út í apríl 2010 og við fengum bara 18 mánuði til að klára hana – sem er mjög lítill tími í teiknimyndageiranum. Þegar myndirnar urðu vinsælar þá vildi Disney gera framhald en ég er ekki mikið fyrir framhaldsmyndir og vildi frekar gera þríleik. Og núna hefur þetta heltekið áratug af lífi mínu en ég vissi að ef ég næði að setja saman góðan endi yrði ég sáttur.“ Og markmiðið með myndinni er einfalt. Að fá fólk til að gráta. Alla. Stóra sem smáa. „Ég get alveg ljóstrað því upp að það eru nokkrir sem hafa séð hana og þeir voru með tár á vanga. Butler grét. Það er ekkert verra en þegar fólk segir að það hafi munað litlu að það gréti yfir myndunum mínum. Það er eins og að segja að mér hafi næstum því tekist eitthvað. Það er vonin um að myndin veki tilfinningar. Ég nefnilega man eftir flestum myndum sem hreyfðu við mér og vöktu upp einhverjar tilfinningar.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Að heyra Hollywood-stjörnur segjast elska land og þjóð er frekar þreyttur frasi enda segja þær hann yfirleitt án sannfæringar. Dean DeBlois er öðruvísi. Hann virkilega elskar land og þjóð. DeBlois er leikstjóri How to Train Your Dragon en fyrsta teiknimyndin sem hann leikstýrði var Lilo & Stitch en fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaunatilnefningu. Hann hefur komið til Íslands á gamlársdag í áratug. Hann bað unnusta síns hér á landi og hefur prófað að koma hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Að hitta stórlax frá Hollywood er alltaf svolítið skemmtilegt en að hitta DeBlois er upplifun. Hann mætti til viðtalsins með grænan 10-11 poka því eftir viðtalið var hann að fara í sund.Góðvinirnir Gerald Butler og Dean DeBlois voru hér á landi um jól og áramótin. Butler naut lífsins á Íslandi.Kom fyrst fyrir 10 árum „Ég hef alltaf verið áhugasamur um tónlistina sem kemur héðan. Ég dregst líka að fjarlægum stöðum. Draumaáfangastaðirnir eru ekki alveg eins og hjá flestum sem eru í kringum mig. Ég fór til Svalbarða fyrir nokkrum árum og var þar í viku. Ég væri til í að fara til Grænlands og norðurheimskautsins. En ég hafði heyrt mikið talað um Ísland, alveg frá því að Sykurmolarnir voru og hétu. Reykjavík var sögð full af lífi, tónlist og partíum. Fyrir tíu árum kom ég hingað til að gera mynd með Jónsa, Go. Hugmyndin var að taka hana upp á gamlársdag og inn í nýja árið meðan hann spilaði sitt. Þegar ég var að taka upp var erfitt að einbeita sér vegna flugeldanna. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð og mig langaði að koma til að vera hluti af þessu. Síðan hef ég komið á hverju ári, gisti alltaf á sama hóteli, í sama herbergi og nýt lífsins. Þetta er eiginlega okkar eigið heimili hér á Íslandi.“ Deblois segir að myrkrið skipti hann engu. Endalausar nætur um sumarið séu einnig ákaflega sérstakar og þessar andstæður séu einmitt hluti af því hvers vegna hann kann svo vel við að vera hér. „Það er ótrúlegt að koma út af skemmtistað um miðja nótt og það er bjart úti. Það fokkar verulega í hausnum á manni. Trúlofun við norðurljós Ég elska andstæðurnar að vera í heitum potti og í brjáluðum byl. Það er líka allt svo brjálað hérna. Landið er svo villt. Það vekur mann hreinlega upp.“ Trúlega þekkir hann ekki mikið til skammdegisþunglyndis. Eiginmaður DeBlois, J.D. George, hugsar einnig með hlýju til lands og þjóðar en parið trúlofaði sig eitt vetrarkvöld undir dansandi norðurljósum. „Það er gamall viti á Reykjanesi þar sem við vorum efst uppi og ég var með hringinn í vasanum þegar norðurljósin fóru að dansa og héldu þvílíka sýningu. Ég var búinn að ákveða að ef þau birtust þá myndi ég biðja um hönd hans. Aðdráttaraflið sem Ísland spilar í okkar lífi er þannig nokkuð sterkt. Hér er svo mikið af fólki með hæfileika og margir með sterkar skoðanir. Það er enginn að reyna að vera neinn annar. Það finnst mér frábært. Íslendingar eru töluvert frábrugðnir fólki í kvikmyndabransanum.“DeBlois hélt einkasýningu á nýjustu mynd sinni í How to Train Your Dragon-seríunni. Frá vinstri: Ólafur Darri, Gerald Butler, DeBlois og Jónsi úr Sigurrós.Klukkan sló gleði Ólafur Darri talar inn fyrir einn karakterinn sem kallast Ragnar the Rock. Ólafur talar einmitt inn á íslensku myndirnar en leikur nú í þeirri þriðju. „Ég sá Djúpið og var hrifinn af honum. Röddin og nærvera hans á skjánum var frábær. Við vorum með nokkra nýja karaktera og meðal annars einn sem er stór og mikill sem ég sá fyrir mér vera með þykka og góða rödd. Hann var sem betur fer laus en við hittumst ekki fyrr en núna um jólin. Ég leiðbeindi honum í gegnum Skype og hann virtist skemmta sér vel þegar við töluðum saman. Við hittumst hér þegar það var örlítil frumsýning fyrir íslenska vini mína.“ Með DeBlois á þeirri frumsýningu var Gerald Butler en þeir eru góðir vinir og hafa verið lengi. Butler eyddi áramótunum hér og var algerlega í skýjunum með að standa á Skólavörðuholti þegar nýtt ár gekk í garð. Þá sló klukkan svo sannarlega gleði. „Ég sagði honum einhvern tímann fyrir löngu að hann yrði að prófa að vera hérna. Hann sagðist ætla að koma, svona eins og fólk segir yfirleitt en síðan verður ekkert úr því. En hann sendi mér skilaboð á jóladag og sagðist vera á leiðinni. Hann var í Glasgow hjá mömmu sinni og kom yfir. Hann náði sýningunni og síðan skutum við upp á Skólavörðuholtinu. Við fórum til Jónsa og fjölskyldu hans fyrr um kvöldið og gengum svo upp að Hallgrímskirkju. Hann keypti eitthvað sem líktist bjarnarfeldi og var með það eins og skikkju og öskraði og lét öllum illum látum og skemmti sér ótrúlega vel. Trúlega var þetta samt bara teppi,“ segir hann og hlær.Deblois fór af landi brott í gær en býst við að snúa aftur í sumar. Vill ekki vera of lengi frá Íslandi. Fréttablaðið/EyþórAð fá fólk til að gráta How to Train Your Dragon hafa verið gríðarlega vinsælar teiknimyndir frá því að hin fyrsta kom út árið 2010 en þriðja og síðasta myndin, The Hidden World, kemur í kvikmyndahús í febrúar. „Upphafið var í raun björgunaraðgerð því það var lítill tími til stefnu. Myndin átti að koma út í apríl 2010 og við fengum bara 18 mánuði til að klára hana – sem er mjög lítill tími í teiknimyndageiranum. Þegar myndirnar urðu vinsælar þá vildi Disney gera framhald en ég er ekki mikið fyrir framhaldsmyndir og vildi frekar gera þríleik. Og núna hefur þetta heltekið áratug af lífi mínu en ég vissi að ef ég næði að setja saman góðan endi yrði ég sáttur.“ Og markmiðið með myndinni er einfalt. Að fá fólk til að gráta. Alla. Stóra sem smáa. „Ég get alveg ljóstrað því upp að það eru nokkrir sem hafa séð hana og þeir voru með tár á vanga. Butler grét. Það er ekkert verra en þegar fólk segir að það hafi munað litlu að það gréti yfir myndunum mínum. Það er eins og að segja að mér hafi næstum því tekist eitthvað. Það er vonin um að myndin veki tilfinningar. Ég nefnilega man eftir flestum myndum sem hreyfðu við mér og vöktu upp einhverjar tilfinningar.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira