

Tapað stríð
Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu.
En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur.
Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð.
Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.
Ekki alvitur
Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.
Fátt eins fallvalt
Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni.
Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur?
Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð.
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla.
Skoðun

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar