Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 20:23 Donald Trump ræðir hér við fjölmiðla fyrr í dag. Al Drago/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent