Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 10:15 Loforðið um múrinn var helsta kosningarloforð Trump. Vísir/EPA Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23