Haldið upp á þrettándann í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 6. janúar 2019 15:00 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30. Jól Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30.
Jól Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira