Petry gekk ungur í raðir Nordsjælland frá litlu félagi í nágrenninu en hann lék í herbúðum Nordsjælland í sjö ár. Í gær skrifaði hann svo undir tveggja ára samning við Val.
„Ég er mjög ánægður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila fyrir utan Danmörk. Þetta er ný áskorun og mig hlakkar til að byrja spila með Val,“ sagði Lasse eftir undirskriftina.
Hann varð meðal annars danskur meistari með Nordsjælland er þeir urðu meistarar í fyrsta og eina skiptið í sögu félagsins, tímabilið 2011/2012. Hann spilaði sex deildi í leikinni það tímabilið.
„Ég heyrði af áhuga Vals og mér fannst það mjög jákvætt sem þeir höfðu að segja. Þeir hafa unnið deildina síðustu ár og mig langar að vera hluti af því sem og að vinna eitthvað líka.“
„Nei. Valur er að fara spila í Evrópu svo þetta er ekki skref niður á við. Ég veit ekki nægilega mikið um deildina ennþá en mig hlakkar til að taka þátt í henni,“ en hvernig leikmaður er Lasse?
„Ég er miðjumaður sem vill hafa boltann. Ég vil stjórna leiknum með boltanum og að spila mína samherja í færi,“ sagði Lasse.