Gólfplata brast vegna mistaka í steypuvinnu við Hlíðarenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Fjarstýrður bor var notaður til að brjóta afganginn af gólfplötunni. Endurgera þarf alla plötuna. Mynd/Línuborun Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira