Neytendur hvattir til að skoða fjarskiptareikningana sína vel Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Reikningar fjarskiptafyrirtækja geta verið nokkuð flóknir enda oft um margþætta þjónustu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40