Færri börn en fleiri eldri borgarar á Seltjarnarnesi frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 06:00 Ásgerður Halldórsdóttir. Íbúaþróun á Seltjarnarnesi á þessari öld er frábrugðin þróun nágrannasveitarfélaganna. Á meðan fjölgar í öllum sveitarfélögunum á svæðinu stendur Seltjarnarnes í stað hvað varðar íbúaþróun á tímabilinu. Frá aldamótum fækkaði íbúum á Seltjarnarnesi til ársins 2013 þegar fjöldi íbúa náði lágmarki en hefur nú risið aftur og náð fyrra horfi. Hins vegar, þegar skoðaðar eru breytingar á samsetningu íbúanna á Seltjarnarnesi kemur í ljós á þessu tímabili að börnum fækkar nokkuð sem og íbúum á svokölluðum barneignaraldri eða á aldrinum 25 til 45 ára. Að sama skapi fjölgar ellilífeyrisþegum nokkuð á tímabilinu. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir skýringu þess að ekki hafi fjölgað í sveitarfélaginu á tímabilinu einfaldlega vera að land til nýbygginga í sveitarfélaginu sé að mestu upp urið á meðan önnur sveitarfélög eigi enn land til uppbyggingar. Af þeim sökum hafi hin sveitarfélögin stækkað en Seltjarnarnes ekki. „Það hefur ekki verið mikið byggt á Seltjarnarnesi því við erum að miklu leyti búin með það land sem við getum byggt upp á,“ segir Ásgerður. „Hins vegar erum við nú að sjá fram á að geta byggt upp á nýjum reit sem hefur verið skilgreint iðnaðarsvæði. Þar mun byggjast upp á næstu árum. Við munum því sjá Seltjarnarnes stækka upp í um 5.000 manns.“ Ásgerður segir að íbúar sveitarfélagsins séu ólíklegir til að flytjast burtu úr sveitarfélaginu sem sýni að þeir séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt og að almenn sátt með búsetu skipti miklu máli. Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Íbúaþróun á Seltjarnarnesi á þessari öld er frábrugðin þróun nágrannasveitarfélaganna. Á meðan fjölgar í öllum sveitarfélögunum á svæðinu stendur Seltjarnarnes í stað hvað varðar íbúaþróun á tímabilinu. Frá aldamótum fækkaði íbúum á Seltjarnarnesi til ársins 2013 þegar fjöldi íbúa náði lágmarki en hefur nú risið aftur og náð fyrra horfi. Hins vegar, þegar skoðaðar eru breytingar á samsetningu íbúanna á Seltjarnarnesi kemur í ljós á þessu tímabili að börnum fækkar nokkuð sem og íbúum á svokölluðum barneignaraldri eða á aldrinum 25 til 45 ára. Að sama skapi fjölgar ellilífeyrisþegum nokkuð á tímabilinu. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir skýringu þess að ekki hafi fjölgað í sveitarfélaginu á tímabilinu einfaldlega vera að land til nýbygginga í sveitarfélaginu sé að mestu upp urið á meðan önnur sveitarfélög eigi enn land til uppbyggingar. Af þeim sökum hafi hin sveitarfélögin stækkað en Seltjarnarnes ekki. „Það hefur ekki verið mikið byggt á Seltjarnarnesi því við erum að miklu leyti búin með það land sem við getum byggt upp á,“ segir Ásgerður. „Hins vegar erum við nú að sjá fram á að geta byggt upp á nýjum reit sem hefur verið skilgreint iðnaðarsvæði. Þar mun byggjast upp á næstu árum. Við munum því sjá Seltjarnarnes stækka upp í um 5.000 manns.“ Ásgerður segir að íbúar sveitarfélagsins séu ólíklegir til að flytjast burtu úr sveitarfélaginu sem sýni að þeir séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt og að almenn sátt með búsetu skipti miklu máli.
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira