Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Þau hjónin hafi búið á Karlsstöðum síðan 2014 með börnum sínum þremur. „Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum. Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira
„Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum.
Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira