Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:06 Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts í morgun var örlítið ónákvæmt að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent