Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 21:09 Donald Trump vill sjá múrinn á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verða að veruleika. Getty/Alex Wong Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49