Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 9. janúar 2019 23:12 Húsið, þaðan sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt, er að finna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. AP/Ole Berg-Rusten Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek
Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11