Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 9. janúar 2019 23:12 Húsið, þaðan sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt, er að finna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. AP/Ole Berg-Rusten Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek
Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11