Fjölmiðlafulltrúi Cardi B hellti sér yfir konu á flugvelli: „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 18:04 Cardi B á góðri stundu. Theo Wargo/Getty Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30
Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47
Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30