Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 09:55 Samkvæmt heimildum WSJ kemur það fyrir að fyrrverandi embættismenn eins og Barr sendi dómsmálaráðuneytinu álit á málum að eigin frumkvæði. Vísir/AP William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15