Þingmenn Miðflokks fara með málið fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:27 Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með nýjan farsíma sem hún fékk að gjöf frá ónefndum velgjörðarmanni. Vísr/Vilhelm Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni þeirra um að fram færu vitnaleiðslur í dómsal auk þess sem sönnunargagna yrði aflað í Klaustursmálinu svonefnda. Stundin greindi fyrst frá kærunni.Um er að ræða þingmennina Bergþór Ólason, Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Bára Halldórsdóttir hefur viðurkennt að hafa tekið upp samtal þeirra fjögurra í á fjórðu klukkustund og komið í hendur fjölmiðla. Reimar Pétursson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðenda sinna fjögurra kært úrskurðinn til Landsréttar og má reikna með því að hann verði tekinn fyrir fljótlega í Landsrétti. Í kærunni kemur fram að ýmislegt gefi til kynna einbeittan brotavilja Báru, að um fyrirframgefið markmið hafi verið að ræða að taka samtalið upp. „Hún hafi gengið fumlaust til verka. Hún hafi haft meðferðis bæklinga sem hún notaði sem yfirvarp og búnað sem hentaði til verksins,“ segir í greinagerð Reimars. Bæklingurinn er ferðamannabæklingur sem Bára hefur viðurkennt að hafa þóst vera að skoða og búnaðurinn farsími hennar. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem gætir réttinda Báru, segir í samtali við Vísi að reikna megi með því að málið verði flutt skriflega. Það sé undantekning frá meginreglunni þegar kærumál séu flutt munnlega. Kærandi skilaði greinargerð í gær.Uppfært klukkan 15:36Verjendur Báru hafa til 9. janúar til að skila greinagerð í málinu til Landsréttar.Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember.Vísir/Bára HalldórsdóttirFyrirframgefið markmið að njósna Í greinagerð Reimars kemur meðal annars fram með því að óska eftir því að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu sé verið að tryggja varðveislu efnisins ef til dómsmáls komi síðar meir. Þá telja þingmennirnir fjarri því sjálfgefið að fá aðgang að myndefninu án aðstoðar dómstóla. Þingmennirnir hafa engu að síður gert tilraun til þess og sent erindi á aðila í því skyni að fá aðgang að myndefni frá Klaustri og Alþingi. „Fáist slíkur aðgangur verður látið reyna á hvort unnt sé að gera viðunandi ráðstafanir án atbeina dómstóla til að tryggja að slíkur aðgangur verði tryggður þar til máls hafa verið leidd til lykta,“ segir í greinargerðinni. Þá minna þingmennirnir á að þeir hafi átt í einkasamtali og „réttilega vænst þess að samtal þeirra sætti engum njósnum og hvað þá upptöku. Ekkert við aðstæður á stðanum hafi gefið þeim tilefni til að ætla annað. Fámennt hafi verið og næstu gestir sátu fjarri þeim“.Bára ásamt Auði Tinnu og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmönnum Réttar.Vísir/VilhelmSperrti eyrun Sjálf hafi Bára greint frá því að það hafi verið „erfitt að greina allt sem þau sögðu“. Þá hefði hún einnig „á stundum falið símann með gögnum“ og er vísað í viðtal Vísis við Báru. Þá vísa þingmennirnir í fleiri orð Báru í viðtölum við fjölmiðla. Meðal annars að hún hafi þóst vera að lesa fyrrnefnda ferðamannabæklinga og þannig leynt aðgerðum sínum. Hún hefði „sperrt eyrun“, ekki heyrt samtalið vel og ákveðið að „taka það upp og hlusta á aftur“. Allt þetta og fleira telja þingmennirnir benda til þess að Bára hafi komið á Klaustur með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl sóknaraðila. „Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukkustundir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leiðinni á æfingu á leiksýningu sem ætlunin var að frumsýna tveimur dögum síðar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaulsetu hennar yfir upptökunum.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00 Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. 20. desember 2018 07:00
Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 19. desember 2018 12:06