Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. desember 2018 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30