Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 13:30 Fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá kaupunum. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli. WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli.
WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51