600 milljónir á mánuði Agnar Tómas Möller skrifar 28. desember 2018 08:00 Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar