Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 22:47 Flavio Bolsonaro (í bakgrunni) með föður sínum Jair. Vísir/EPA Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20
Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00