Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:30 Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. Fréttablaðið Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira