Betri tíð Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar