Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2018 19:00 Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason. Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason.
Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira