Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA fordæmir hegðun stuðningsmanna Inter Milan er þeir framkvæmdu rasísk hljóð í garð Kalidou Koulibaly, varnarmanns Napoli í leik liðanna á dögunum.
FIFPro, hagsmunasamtök leikmanna og UEFA fordæma stuðningsmenn ítalska stórliðsins, en hrósa jafnframt ákvörðun forráðamanna ítölsku úrvalsdeildarinnar um að banna stuðningsmenn félagsins á næstu tveimur heimaleikjum.
Inter mun leika fyrir luktum dyrum næstu tvo heimaleiki sína, og þriðji heimaleikurinn mun fara fram fyrir luktum dyrum að hluta til.
Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að rasismi á alls ekki heima í fótbolta.
Stjóri Chelsea og fyrrum þjálfari Napoli, Maurizio Sarri er meðal þeirra sem kalla eftir því að Ítalía tækli vandamálið sem rasismi er í fótbolta.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rasismi finnst í ítölsku knattspyrnunni og er menn nú búnir að fá nóg.
Stuðningsmenn Inter framkvæmdu dýrahljóð á Koulibaly á meðan leik stóð en hann kemur frá Senegal.
Luciano Spaletti, þjálfari Inter segir að nú sé tíminn til þess að segja stopp við hatri í fótbolta, segja stopp við rasisma.
UEFA fordæmir hegðun stuðningsmanna Inter harðlega
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn



Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn
