Stelpurnar hans Þóris gætu misst af miklum pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:30 Stine Bredal Oftedal. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar) EM 2018 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira