Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 18:03 Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. Vísir/Arnar Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34