Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:00 Karsten Dybvad. Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank. Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku. Hans fyrsta verk verður að ráða nýjan bankastjóra eftir að Thomas Borgen lét af störfum í skugga peningaþvættishneykslisins sem bankinn er flæktur í. Dybvad naut í kosningunni stuðnings Mærsk-fjölskyldunnar, sem er stærsti hluthafi Danske Bank, í gegnum félagið AP Møller Holding, með ríflega fimmtungshlut. „Það hafa verið gerð mistök á mörgum sviðum innan bankans,“ sagði Ole Andersen, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í bankanum frá árinu 2011, á hluthafafundinum sem fram fór síðasta föstudag. „Í ljósi alvarleika stöðunnar tel ég rétt að þetta máli hafi afleiðingar fyrir stjórnina og sérstaklega stjórnarformanninn,“ bætti hann við. Danske Bank viðurkenndi í september að jafnvirði 200 milljarða evra hefði farið í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 og að „stór hluti“ þar af væri grunsamlegar færslur. Komu fjármunirnir frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Er um að ræða eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Í kjölfar þess að málið komst upp í haust sagði Thomas Borgen upp störfum sem bankastjóri og þá var Andersen beðinn um að stíga til hliðar sem stjórnarformaður í síðasta mánuði. „Sem hluthafi viljum við að bankinn taki sig taki og varpi ljósi á fyrirtækjamenningu sína, ferlana og kerfin,“ sagði Robert Uggla, forstjóri AP Møller Holding. Danskir fjölmiðlar hafa nefnt Lars Rohde, seðlabankastjóra landsins, sem líklegan arftaka Borgens í stól bankastjóra Danske Bank.
Birtist í Fréttablaðinu Eistland Peningaþvætti norrænna banka Viðskipti Tengdar fréttir Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur