Lestrarhestar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun