Lestrarhestar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun