Ítalir lúffa í fjárlagadeilu sinni við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 23:48 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrr á árinu. Getty/Sean Gallup Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu. Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu.
Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30