Partíleikur Sigmundar Davíðs Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar