Fordæmdi sjálfsvíg í útför drengs sem tók eigið líf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. desember 2018 17:33 Presturinn Don LaCuesta þjónar við Our Lady of Mount Carmel kirkjuna í Michigan. Myndin tengist fréttinni ekki beint. DeAgostini/Getty Foreldrar drengs sem féll fyrir eigin hendi hafa kvartað til kirkjunnar yfir framferði prestsins sem jarðsetti son þeirra. Þau segja hann hafa gagnrýnt drenginn fyrir að hafa tekið eigið líf. Presturinn Don LaCuesta, sem þjónar við Our Lady of Mount Carmel kirkuna í Temperance í Michigan í Bandaríkjunum, sá um útför drengsins sem hét Maison Hullibarger og var átján ára þegar hann framdi sjálfsvíg í byrjun desember. Við útförina dró presturinn í efa hvort Hullibarger fengi inngöngu í ríki Guðs, þar sem sjálfsvíg sé ófyrirgefanleg synd í hefðbundinni kaþólskri trú. Þessar vangaveltur prestsins ollu eðlilega óhug meðal fjölskyld Hullibarger og annarra útfarargesta. „Við vildum að hann einbeitti sér að því hvernig Maison lifði, ekki hvernig hann dó,“ sagði móðir Maisons í viðtali við staðarmiðilinn Detroit Free Press. „Hann stóð þarna og fordæmdi son okkar, kallaði hann í raun syndara. Hann velti því fyrir sér hvort hann [Maison] hafi iðrast nógu mikið til þess að komast inn í himnaríki. Hann sagði orðið „sjálfsvíg“ allt að sex sinnum.“ Kirkjan hefur nú tekið ákvörðun um að LaCuesta fari ekki með umsjón jarðarfara í „náinni framtíð“ en foreldrar Hulliberger segja það ekki vera nóg. Þau vilji að prestinum verði vísað úr starfi. „Við erum hrædd um að kaþólska kirkjan, eins og hún á til að gera, sendi hann á annan stað og hann geri það sama við einhvern annan.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Foreldrar drengs sem féll fyrir eigin hendi hafa kvartað til kirkjunnar yfir framferði prestsins sem jarðsetti son þeirra. Þau segja hann hafa gagnrýnt drenginn fyrir að hafa tekið eigið líf. Presturinn Don LaCuesta, sem þjónar við Our Lady of Mount Carmel kirkuna í Temperance í Michigan í Bandaríkjunum, sá um útför drengsins sem hét Maison Hullibarger og var átján ára þegar hann framdi sjálfsvíg í byrjun desember. Við útförina dró presturinn í efa hvort Hullibarger fengi inngöngu í ríki Guðs, þar sem sjálfsvíg sé ófyrirgefanleg synd í hefðbundinni kaþólskri trú. Þessar vangaveltur prestsins ollu eðlilega óhug meðal fjölskyld Hullibarger og annarra útfarargesta. „Við vildum að hann einbeitti sér að því hvernig Maison lifði, ekki hvernig hann dó,“ sagði móðir Maisons í viðtali við staðarmiðilinn Detroit Free Press. „Hann stóð þarna og fordæmdi son okkar, kallaði hann í raun syndara. Hann velti því fyrir sér hvort hann [Maison] hafi iðrast nógu mikið til þess að komast inn í himnaríki. Hann sagði orðið „sjálfsvíg“ allt að sex sinnum.“ Kirkjan hefur nú tekið ákvörðun um að LaCuesta fari ekki með umsjón jarðarfara í „náinni framtíð“ en foreldrar Hulliberger segja það ekki vera nóg. Þau vilji að prestinum verði vísað úr starfi. „Við erum hrædd um að kaþólska kirkjan, eins og hún á til að gera, sendi hann á annan stað og hann geri það sama við einhvern annan.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira