„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:45 Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór
Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53