Á flótta sakaður um að hafa misnotað þrjú hundruð konur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 11:34 JOao Faria er þekktur sem John of God. AP/Marcelo Camargo Brasilískur andalæknir sem hefur verið sakaður um að misnota meira en þrjú hundruð konur er nú á flótta undan yfirvöldum. Joao Teixeira de Faria, sem þekktur er sem John of God hafði frest til klukkan 14 að staðartíma í gær til að gefa sig fram. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hinn sjálftitlaða andalækni um að hafa misnotað sig kynferðislega á stofu sinni. Hann starfar í bænum Abadiania en á fylgjendur um allan heim. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey heimsótti Faria meðal annars árið 2013 og tók viðtal við hann. Lögmaður Faria segir að hann muni að lokum gefa sig fram til lögreglu en gat ekki sagt til um hvenær. Jafnframt muni hann áfrýja máli sínu. Meðal þeirra kvenna sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Faria er hollenski ljósmyndarinn Ahira Leeneke Maus. Hún sagði í samtali við fjölmiðla að Faria hefði misnotað aðstöðu sína og nauðgað henni.Talsmaður Faria hafnar öllum ásökunum. Í yfirlýsingu segir að hinn 76 ára gamli Faria hafi notað krafta sína til að hjálpa þúsundum manns og hafnar öllum ásökunum um ósæmilega hegðun alfarið. Níu brasilískar konur sögðu í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo TV að Faria hafi misnotað þær á þeim forsendum að hann væri að færa „hreinsandi orku“ sína yfir á þær. Hluti kvennanna hafði verið í meðferð vegna þunglyndis þegar misnotkunin átti sér stað. Faria hafði áður verið sektaður og dæmdur í fangelsi fyrir að starfa án tilskilinna leyfa. Suður-Ameríka Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Brasilískur andalæknir sem hefur verið sakaður um að misnota meira en þrjú hundruð konur er nú á flótta undan yfirvöldum. Joao Teixeira de Faria, sem þekktur er sem John of God hafði frest til klukkan 14 að staðartíma í gær til að gefa sig fram. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hinn sjálftitlaða andalækni um að hafa misnotað sig kynferðislega á stofu sinni. Hann starfar í bænum Abadiania en á fylgjendur um allan heim. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey heimsótti Faria meðal annars árið 2013 og tók viðtal við hann. Lögmaður Faria segir að hann muni að lokum gefa sig fram til lögreglu en gat ekki sagt til um hvenær. Jafnframt muni hann áfrýja máli sínu. Meðal þeirra kvenna sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Faria er hollenski ljósmyndarinn Ahira Leeneke Maus. Hún sagði í samtali við fjölmiðla að Faria hefði misnotað aðstöðu sína og nauðgað henni.Talsmaður Faria hafnar öllum ásökunum. Í yfirlýsingu segir að hinn 76 ára gamli Faria hafi notað krafta sína til að hjálpa þúsundum manns og hafnar öllum ásökunum um ósæmilega hegðun alfarið. Níu brasilískar konur sögðu í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo TV að Faria hafi misnotað þær á þeim forsendum að hann væri að færa „hreinsandi orku“ sína yfir á þær. Hluti kvennanna hafði verið í meðferð vegna þunglyndis þegar misnotkunin átti sér stað. Faria hafði áður verið sektaður og dæmdur í fangelsi fyrir að starfa án tilskilinna leyfa.
Suður-Ameríka Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira