Pútín vill koma böndum á rapp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 14:16 Pútín segist hafa mestar áhyggjur af fíkniefnaneyslu ungs fólks. Getty/Mikhail Svetlov Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“ Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“
Rússland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira