Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2018 07:28 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30