Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:48 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan. Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan.
Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00
Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04